10. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. mars 2018 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerði 6., 7. og 8. funda voru samþykktar.

2) 215. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Jóhann Guðmundsson og Sigríði Norðmann frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Guðna Guðbergsson frá Hafrannsóknarstofnun, ráðgjafarstofnun hafs og vatna.
Málið var sent til umsagnar með fresti til að skila til 13. mars nk.
Njáll Trausti Friðbertsson var valinn framsögumaður málsins.

3) 138. mál - brottfall laga um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja Kl. 09:45
Málið var afgreitt óbreytt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: LRM, IngS, HSK, AFE, ÁsF, KÓP, NF, SPJ, SMc.

4) Önnur mál Kl. 10:00
Rætt var um starfsumhverfi í fiskeldi og nánari kynningu nefndarinnar á starfseminni.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15