19. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. apríl 2018
kl. 09:00
Mættir:
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:00Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:00
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.
Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 16., 17. og 18. fundar voru samþykktar.
2) 292. mál - einkaleyfi Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Þorlák Jónsson frá Félagi einkaleyfasérfræðinga.
3) 330. mál - matvæli o.fl. Kl. 09:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Árnýju Sigurðardóttur og Jón Ragnar Gunnarsson frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Halldór Runólfsson frá Dýralæknafélagi Íslands, Lárus M.K. Ólafsson fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka verslunar og þjónustu, Ragnheiði Héðinsdóttur frá Samtökum iðnaðarins og Jón Krisinn Sverrisson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
4) 331. mál - Matvælastofnun Kl. 09:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Árnýju Sigurðardóttur og Jón Ragnar Gunnarsson frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Halldór Runólfsson frá Dýralæknafélagi Íslands, Lárus M.K. Ólafsson fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka verslunar og þjónustu, Ragnheiði Héðinsdóttur frá Samtökum iðnaðarins og Jón Krisinn Sverrisson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Einnig komu Maríanna Helgadóttir og Runólfur Vigfússon frá félagi íslenskra náttúrufræðinga.
5) Önnur mál Kl. 10:50
ÞKG minnti á beiðni sína um að fjallað yrði um tollkvóta á ostum.
Rætt var um mál 429, stjórn fiskveiða (strandveiðar) og gesti um það mál.
Fundi slitið kl. 11:00