15. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. nóvember 2015 kl. 13:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 13:00

Sigríður Á Anderssen, Brynjar Níelsson og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.

2) Tilskipun 2014/95/ESB um breytingu á tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar mætti Harpa Theódórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og kynnti málið fyrir nefndinni auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að fela formanni ásamt nefndarritara að vinna drög að umsögn um málið.

3) 2. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016 Kl. 13:25
Á fund nefndarinnar mættu HAlldór Halldórsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands og Ellen Calmon frá Öryrkjabandalagi Íslands. Gestir fóru yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Upplýsingafundur með félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Kl. 14:25
Á fund nefndarinnar mættu Hallgrímur Kristinsson og Lárus Ólafsson frá félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði og kynntu nefndinni vandamál sem eru í starfsumhverfi félaga í FRÍSK auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 15:00
Vakin athygli á opnum fundi með Seðlabankastjóra nk. miðvikudag 11. nóvember um skýrslu peningastefnunefndar.

Fundi slitið kl. 15:00