47. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 9. mars 2021 kl. 09:02


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:02
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:02
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:02
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:02
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:02
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:46
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:02
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 09:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:02

Ágúst Ólafur Ágústsson vék af fundi kl. 10:10.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2021 Kl. 09:02
Til fundarins komu Gissur Pétursson, Svanhvít Jakobsdóttir, Bjarnheiður Gautadóttir og Unnar Örn Unnarsson frá félagsmálaráðuneytinu. Þau fóru yfir áhættuþætti í rekstri ríkisins sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins sem og framkvæmd fjárlaga ársins. Þá svöruðu gestirnir spurningum frá nefndarmönnum.

2) 143. mál - opinber fjármál Kl. 10:05
Til fundarins kom Þorgerður M. Þorbjarnardóttir frá Ungum umhverfissinnum. Hún fór yfir umsögn samtakanna og svaraði spurningum frá nefndarmönnum um efni hennar.

3) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:16


Fundi slitið kl. 10:17