68. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 28. maí 2021 kl. 13:03


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:03
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:03
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 13:03
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 14:34
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:03
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:03
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 13:03
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:03
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:03

Inga Sæland vék af fundi kl. 14:00. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Langtímahorfur í opinberum fjármálum Kl. 13:00
Til fundarins komu Tómas Brynjólfsson, Helga Jónsdóttir, Björn Þór Hermannsson, Sigurður Helgi Helgason, Nökkvi Bragason, Saga Guðmundsdóttir, Kristinn Bjarnason, Hilda Cortez, Jón Viðar Pálmason, Högni Haraldsson og Óttar Þorsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu skýrslu ráðuneytisins um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum en í 9. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál segir að fjármála- og efnahagsráðherra skuli, eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti, leggja fyrir Alþingi skýrslu þar sem fram kemur mat á líklegri þróun samfélags-, atvinnu-, umhverfis- og byggðaþátta og lýðfræðilegra breytna til næstu áratuga og áhrifum þeirra á afkomu, fjárhagsstöðu og skuldbindingar opinberra aðila. Fyrrgreind skýrsla er samin á grundvelli þessa lagaákvæðis. Síðan svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um efni skýrslunnar.

2) Framkvæmd fjárlaga 2021 Kl. 14:20
Til fundarins komu Kristinn Hjörtur Jónasson, Viðar Helgason, Kjartan Dige Baldursson, Óttar Snædal Þorsteinsson og Margrét Þórólfsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Lagt var fram minnisblað ráðuneytisins dags. 21. maí 2021 um afkomugreinargerð fyrir tímabilið janúar til mars 2021 og mánaðaryfirlit sömu mánaða. Gestirnir kynntu framlögð gögn og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

3) Önnur mál Kl. 15:09
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 67. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:11