74. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. ágúst 2016 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 10:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:45

Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 665. mál - opinber innkaup Kl. 09:30
Til fundar við nefndina komu Jónas Ingi Pétursson og Páll Heiðar Halldórsson frá Ríkislögreglustjóra. Gestirnir ræddu um reynslu embættisins af samstarfi við systurstofnanir á norðurlöndum við útboð á kaupum rekstrarvara og notkun samkeppnismats. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

2) Fjármálaráð Kl. 10:30
Til fundarins komu frá fjármálaráði Gunnar Haraldsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Axel Hall. Fjármálaráð var skipað síðastliðið vor og kynntu gestirnir skipulag þess og fleira í væntanlegri starfsemi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:00
Fundargerð 73. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:00