7. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. október 2018 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:07
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH) fyrir Ólaf Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:30
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:00

Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson voru fjarverandi vegna annarra starfa á vegum þingsins.

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 09:00
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu Ingibjörg Helga Helgadóttir, Ástríður Elín Jónsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Þórdís Steinsdóttir og kynntu fjárlagafrumvarpið vegna rekstrar ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá Viðskiptaráði Íslands komu Ásta S. Fjeldsted og Konráð S. Guðjónsson sem fóru yfir umsögn ráðsins og svörðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:08
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:10