42. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. maí 2022 kl. 09:12


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:12
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:12
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:12
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:12
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:12
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:12
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:12
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:12

Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi.

Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 09:21-09:58.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla umboðsmanns Alþingis vegna eftirlitsheimsóknar á grundvelli OPCAT-eftirlitsins á bráðageðdeild 32C við Hringbraut dagana 29. og 30. september 2021 Kl. 09:13
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rósu Dögg Flosadóttur og Fanneyju Óskarsdóttur frá dómsmálaráðuneyti og Guðlaugu Einarsdóttur og Sigurð Kára Árnason frá heilbrigðisráðuneyti.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Geðheilbrigðisþjónusta (stefna - skipulag - kostnaður - árangur) Stjórnsýsluúttekt Kl. 10:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Unni Helgu Ómarsdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Sigrúnu Birgisdóttur frá Einhverfusamtökunum.

4) Önnur mál Kl. 10:45
Formaður lagði til að nefndin tæki til umfjöllunar minnkandi kosningaþátttöku til umfjöllunar og skoðaði leiðir til að efla þátttöku borgaranna í kosningum hér á landi.

Þá ræddi nefndin um athugun Ríkisendurskoðunar á útboði og sölu á hlut í Íslandsbanka.

Að lokum tók Sigmar Guðmundsson upp framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslna.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi frá kl. 09:58-10:07.

Fundi slitið kl. 11:08