2. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. september 2023 kl. 09:10


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:10
Aðalsteinn Haukur Sverrisson (AHS) fyrir Ágúst Bjarna Garðarsson (ÁBG), kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:10
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:10

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:29
Fundargerð 1. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2022 Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Særúnu Maríu Gunnarsdóttur frá embætti umboðsmanns Alþingis.

3) Einkennisklæddir erlendir lögreglumenn í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík 16. og 17. maí 2023 Kl. 10:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Særúnu Maríu Gunnarsdóttur frá embætti umboðsmanns Alþingis.

4) Beiðni um skipun rannsóknarnefndar vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 Kl. 10:29
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:53
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00