34. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, þriðjudaginn 30. maí 2017 kl. 13:05


Mættir:

Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 13:05
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 13:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 13:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 13:05
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 13:05
Logi Einarsson (LE) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 13:05
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ) fyrir Lilju Alfreðsdóttur (LA), kl. 13:05

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 13:55 og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir kom í stað hennar fyrir Jón Steindór Valdimarsson.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Tillaga dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt. Kl. 13:05
Á fundinn komu Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti, settur ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneyti í málinu.

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra afhenti matslista dómnefndar um hæfi umsækjenda um dómarastöðu til nefndarinnar í trúnaði. Samþykkt að taka við listanum í trúnaði.

Dómsmálaráðherra hélt áfram að kynna sín sjónarmið við tillögugerðina og svaraði spurningum nefndarmanna.

Dómsmálaráðherra lagði fram bréf sitt til hæfnisnefndarinnar og minnisblað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með frekari skýringum á sjónarmiðum við tillögugerðina og svaraði spurningum nefndarinnar.

Hlé gert á fundi frá 14:00 - 14:07 vegna ljósritunar.

Næst kom Gunnlaugur Claessen, formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda, á fund nefndarinnar og kynnti álit dómnefndarinnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands, Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Dómarafélagi Íslands og Reimar Pétursson hrl. formaður Lögmannafélags Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Birgitta Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: „Í ljósi þess hvað nefndin fær lítinn tíma er ljóst að málið verður ekki nægilega faglega unnið sem mun hafa áhrif á traust almennings á dómstólnum.“

Ákveðið að funda að nýju kl. 19:15 vegna málsins.

2) Önnur mál Kl. 17:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:15