37. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, miðvikudaginn 31. maí 2017 kl. 16:40


Mættir:

Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 16:40
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 16:40
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 16:40
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 16:40
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 16:40
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 16:40
Logi Einarsson (LE) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 16:40
Pawel Bartoszek (PawB) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 16:40
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ) fyrir Lilju Alfreðsdóttur (LA), kl. 16:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 16:40

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Tillaga dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt. Kl. 16:40
Á fundinn kom Sigríður Á. Anderssen, dómsmáláráðherra og Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti, settur ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneyti í málinu. Sigríður Á. Andersen svaraði spurningum nefndarmanna.

Næst komu Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns. Tryggvi Gunnarssson svaraði spurningum nefndarmanna.

Birgir Ármannsson, framsögumaður málsins lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni. Katrín Jakobsdóttir lagðist gegn því og fór fram á atkvæðagreiðslu um þá afgreiðslu. Meiri hluti samþykkur að afgreiða málið frá nefndinni. Minni hluti lagðist gegn því.

Meiri hluti ritar undir álit þ.e. Njáll Trausti Friðbertsson, Birgir Ármannsson, Pawel Bartoszek, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir. Minni hluti skilar séráliti eða sérálitum þ.e. Katrín Jakobsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.

2) Önnur mál Kl. 18:05
Tillaga Jóns Þórs Ólafssonar um að nefndin hafi frumkvæði að því að kanna ákvarðanir dómsmálaráðherra um verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara við Landsrétt, sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:10