2. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. september 2018 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 1. fundar var samþykkt.

2) Ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar, útreikningur á búsetutíma varðandi örorkulífeyri Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Tryggvi Gunnarsson og Sigurður Kári Árnason frá umboðsmanni Alþingis og Ágúst Þór Sigurðsson og Hildur Sverrisdóttir Röed frá velferðarráðuneytinu og ræddu ábendingu umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar, útreikning á búsetutíma varðandi örorkulífeyri.

3) 6. mál - óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að fresta umræðum um málið um viku til 26. sept nk.

Jón Þór Ólafson er með fyrirvara um að frestunin standist þingskapalög og starfsreglur fastanefnda Alþingi um skipan framsögumanns.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:00