2. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. september 2022 kl. 09:18


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:18
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:24
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:18
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:18
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH) fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur (ArnG), kl. 09:18
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:18
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:21

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Sigmar Guðmundsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Berglind Guðmundsdóttir og Hildur Sverrisdóttir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:24
Fundargerð 1. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Landeyjarhöfn - Framkvæmda- og rekstrarkostnaður - Stjórnsýsluúttekt. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ólaf Kr. Hjörleifsson skrifstofustjóra, Ingilín Kristmannsdóttur skrifstofustjóra og Árna Frey Stefánsson frá innviðaráðuneyti og Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra og Fannar Gíslason frá Vegagerðinni.

Tillaga um að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

3) 14. mál - kosningalög Kl. 10:06
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Sigmar Guðmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Samkeppniseftirlitið - samrunaeftirlit og árangur. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla til Alþingis Kl. 10:16
Tillaga um að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 10:17
Nefndin ræddi um mörk þingeftirlits fastanefnda með tilliti til aðgerða sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:28