6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, mánudaginn 17. október 2022 kl. 12:49


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 12:49
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 12:49
Diljá Mist Einarsdóttir (DME) fyrir Berglindi Ósk Guðmundsdóttur (BGuðm), kl. 12:49
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 12:49
Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur (HSK), kl. 12:49
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Hildi Sverrisdóttur (HildS), kl. 12:49


Bókað:

1) Könnun á kosningu varaþingmanns og kjörgengi Kl. 12:49
Á fundinum var könnuð tilkynning landskjörstjórnar um kosningu og kjörgengi Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, sem hlaut kosningu sem 2. varaþingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 25. september 2021. Tilkynningin er gefin út í samræmi við 113. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Ekki voru gerðar athugasemdir við tilkynninguna og var nefndin einhuga um að mæla með staðfestingu kosningar Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur.

2) Önnur mál Kl. 12:49
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:51