56. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. maí 2023 kl. 13:04


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 13:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 13:04
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 13:04
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 13:04
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 13:04
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 13:09
Friðjón R. Friðjónsson (FRF), kl. 13:04
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:04
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:04

Sigmar Guðmundsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:04
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit Kl. 13:04
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Sigmar Guðmundsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 28. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir boðaði sérálit.

3) 945. mál - kosningalög o.fl. Kl. 13:24
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Björn Inga Óskarsson frá innviðaráðuneyti.

4) Endurskoðun reglna um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar Kl. 13:16
Nefndin samþykkti að fela formanni að rita forseta Alþingis bréf og óska eftir heimild um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taki reglur um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar til endurskoðunar.

5) Önnur mál Kl. 14:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:04