17. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. nóvember 2023 kl. 09:18


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:18
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:21
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 09:18
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:18
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:18
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:18
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:18
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:24

Sigmar Guðmundsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:18
Fundargerð 16. fundar var samþykkt.

2) 239. mál - Mannréttindastofnun Íslands Kl. 09:19
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Guðnýju Eyjólfsdóttur skrifstofustjóra, Huldu Gísladóttur og Rán Þórisdóttur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Guðmund Bjarna Ragnarsson frá dómsmálaráðuneyti.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Matvælastofnun - Eftirlit með velferð búfjár - Stjórnsýsluúttekt Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásu Þórhildi Þórðardóttur skrifstofustjóra og Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá matvælaráðuneyti.

4) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sinfóníuhljómsveit Íslands - stjórnsýsluúttekt september 2023 Kl. 10:10
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Sigmar Guðmundsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30