31. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 5. febrúar 2024 kl. 09:15


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 09:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:15
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:15
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur (ÞSv), kl. 09:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:15
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 10:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:40


Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Frestað.

2) 35. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helgu Hauksdóttur og Brynhildi Pálmadóttur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Matvælastofnun - Eftirlit með velferð búfjár - Stjórnsýsluúttekt Kl. 10:06
Nefndin fjallaði um málið.

4) Könnun á kosningu varaþingmanns og kjörgengi Kl. 09:53
Nefndin kannaði tilkynningu landskjörstjórnar um kosningu og kjörgengi Inger Erlu Thomsen, sem hlaut kosningu sem 3. varaþingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðurkjördæmi, og Guðrúnar Sigríðar Ágústsdóttur, sem hlaut kosningu sem 3. varaþingmann Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi, í alþingiskosningunum 25. september 2021. Tilkynningin var gefin út í samræmi við 113. gr. kosningalaga, nr. 112/2021. Ekki voru gerðar athugasemdir við tilkynninguna og var nefndin einhuga um að mæla með staðfestingu kosningar Inger Erlu Thomsen og Guðrúnar Sigríðar Ágústsdóttur.

5) Verklag ráðherra við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Kl. 10:00
1. varaformaður gerði grein fyrir að hluti af þeim gögnum sem óskaði var eftir frá utanríkisráðuneytinu á fundi þann 18. janúar sl. hefðu borist sem trúnaðargögn. Nefndin ákvað að taka ekki við þeim gögnum.

6) Önnur mál Kl. 10:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05