21. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. desember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:09
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:08
Fanný Gunnarsdóttir (FG) fyrir Höskuld Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:09

Árni Páll Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Samþykkt að fundargerðir verði sendar í tölvupósti og skoðast samþykktar nema athugasemdir berist.

2) Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi. Skýrsla Kl. 17:39
Á fundinn komu Magnús Óskar Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Hermann Sæmundsson og Pétur U. Fenger frá innanríkisráðuneyti og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis gerði grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og afstöðu til ábendinga í skýrslunni auk þess sem hann svaraði spurningum nefndarmanna ásamt fulltrúum innanríkisráðuneytis og Ríkisendurskoðunar.

Samþykkt að umfjöllun um skýrsluna væri þar með lokið.

3) 115. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 09:34
Nefndin fjallaði um málið.

4) 156. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:24
Framsögumaður málsins, Willum Þór Þórsson, gerði grein fyrir drögum að nefndaráliti og nefndin samþykkti að afgreiða málið.

Meiri hluti styður málið þ.e. Ögmundur Jónasson, form., Willum Þór Þórsson framsögumaður, Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson, Fanný Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir.

Helgi Hjörvar lætur vita um afstöðu til málsins.

Minni hluti mun ekki skila áliti þ.e. Björn Leví Gunnarsson.

5) Önnur mál Kl. 09:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:57