62. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 13:04


Mætt:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 13:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 13:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 14:33
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 13:04
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:15

Bergþór Ólason boðaði forföll.

Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 14:35.

Nefndarritarar:
Hildur Edwald
Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:04
Frestað.

2) 708. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 13:04
Á fund nefndarinnar mættu Rósa Magnúsdóttir og Guðjón Ingi Eggertsson frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Guðmundur B. Friðriksson og Friðrik K. Gunnarsson frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 369. mál - Hálendisþjóðgarður Kl. 13:30
Á fund nefndarinnar mættu Erpur Snær Hansen frá Samtökum náttúrustofa, Sigurður Erlingsson frá Fjöreggi, félagi um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir og Finnur Ricart Andrason frá Ungum umhverfissinnum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Ólafur Örn Haraldsson frá Ferðafélagi Íslands, Skúli H. Skúlason frá Ferðafélaginu Útivist og Sveinbjörn Halldórsson frá Samút. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 709. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mættu Hafsteinn S. Hafsteinsson, Herdís Helga Schopka og Björn Helgi Barkarson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

Samhliða var fjallað um 5. dagskrárlið.

5) 707. mál - staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mættu Hafsteinn S. Hafsteinsson, Herdís Helga Schopka og Björn Helgi Barkarson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

Samhliða var fjallað um 4. dagskrárlið.

6) Önnur mál Kl. 14:30
Nefndin ræddi starfið framundan.

Hlé var á fundi frá 14:35 - 15:05.

Fundi slitið kl. 16:00