70. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 28. maí 2021 kl. 09:04


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:10
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 10:12.
Guðjón S. Brjánsson vék af fundi kl. 11:00.
Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 09:22

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerðir 68. og 69. fundar voru samþykktar.

2) 712. mál - umhverfismat framkvæmda og áætlana Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Jóna Bjarnadóttir, Þórólfur Nielsen og Axel Valur Birgisson frá Landsvirkjun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:40.
Þá mættu á fundinn Þröstur Eysteinsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni, Árni Bragson og Birkir Snær Fannarsson frá Landgræðslunni og Axel Benediktsson, Ísak Már Jóhannesson, Sigríður Skaftadóttir og Hlín Gísladóttir frá Umhverfisstofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst mættu á fund nefndarinnar Baldur Dýrfjörð frá Samorku, Arna Grímsdóttir, Tómas Már Sigurðsson og Ásbjörn Blöndal frá HS Orku og Heiða Aðalsteinsdóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Haraldur Sigurðsson og Erna Hrönn Geirsdóttir frá Reykjavíkurborg. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 690. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 09:24
Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, fór yfir drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa allir viðstaddir nefndarmenn. Hanna Katrín Friðriksson var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins og skrifa undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. reglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) Önnur mál Kl. 11:33
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:33