12. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. febrúar 2022 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02

Orri Páll Jóhannsson vék af fundi kl. 09:17
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 09:59.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerðir 9. - 11. fundar voru samþykktar.

2) 169. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 09:02
Nefndin ræddi málið.

Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt frá nefnd var samþykkt. Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sátu hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir. Bjarni Jónsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

3) Kynning á þingmálaskrá innviðaráðherra á 152. löggjafarþingi Kl. 09:18
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ingilín Kristmannsdóttir, Ólafur Kr. Hjörleifsson og Guðni Geir Einarsson frá innviðaráðuneytinu og Ingveldur Sæmundsdóttir og Sigtryggur Magnason aðstoðarmenn ráðherra.
Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:13
Nefndin samþykkti að óska eftir upplýsingum um viljayfirlýsingu ríkisins um samstarf við Ocean GeoLoop og North Tech Energy, með vísan til 51. gr. þingskapa.

Nefndin ræddi fyrirkomulag við móttöku gagna og starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15