28. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. janúar 2023 kl. 09:06


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:06
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:06
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:06
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:06

Nefndarritari: Elín Ósk Helgadóttir

Bjarni Jónsson var fjarverandi.

Halla Signý Kristjánsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Frestað.

2) Fræðsluferð til Bretlands 2022 Kl. 09:06
Nefndin ræddi nýafstaðna ferð og hvernig nefndin hyggist vinna áfram með þær upplýsingar sem fengust.

3) Ástand á stofnvegum frá höfuðborgarsvæðinu vegna illviðris í desember Kl. 09:50
Nefndin ræddi málið og ákvað að taka ekki við umbeðnu minnisblaði frá Play um málið í trúnaði, sbr. 3. mgr. 50. gr. þingskapa og 1. mgr. 37. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) 390. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 10:10
Nefndin ræddi málið.

5) Starfið framundan á 153. þingi Kl. 09:55
Nefndin ræddi málið.

6) Kortlagning á netglæpum Kl. 10:20
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um fjóra samninga sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra gerði við ríkislögreglustjóra um fjármagn til embættisins í aðgerðir sem miða annars vegar að því að auka vernd barna á netinu og hins vegar til að styrkja innviði lögreglunnar til þess að takast á við net- og tölvubrot almennt. Sérstaklega var óskað eftir upplýsingum um þann samning sem lýst var með eftirfarandi hætti: ,,Komið verður í kring stafrænum tæknilausnum til að tryggja að börn geti notað netið á hátt sem samrýmist rétti þeirra til verndar gegn skaðlegu efni og einnig svo þau geti nýtt tjáningarfrelsi sitt og möguleika stafrænnar tækni í leik og starfi.“ og hvað átt væri við með stafrænum lausnum í því samhengi.

7) Önnur mál Kl. 10:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22