10. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. október 2023 kl. 15:15


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 15:12
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 15:12
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 16:43
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:12
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 16:18
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT), kl. 15:12
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 15:12
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 15:17
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 15:27
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 15:12

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 17:47
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) 182. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 15:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þröst Friðfinnsson frá Grýtubakkahreppi, Finn Yngva Kristinsson frá Eyjafjarðarsveit, Valgerði Rún Benediktsdóttur, Arnar Þór Sævarsson, Önnu Guðrúnu Björnsdóttur og Fjólu Maríu Ágústsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Örnu Láru Jónsdóttur frá Ísafjarðarbæ og Þorstein Gunnarsson og Halldóru Káradóttur frá Reykjavíkurborg.

Þá fékk nefndin á sinn fund Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins.

3) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/958 frá 10. maí 2023 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB að því er varðar framlag flugstarfsemi til markmiðs Sambandsins um samdrátt á losun sem hefur áhrif á allt hagkerfið og viðeigandi framkvæmd hnattrænna Kl. 16:54
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingólf Friðriksson og Hendrik Daða Jónsson frá utanríkisráðuneytinu og Helgu Jónsdóttur og Vöndu Úlfrúnu Liv Hellsing frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/959 frá 10. maí 2023 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Sambandsins og ákvörðun (ESB) 2015/1814 um að koma á fót o Kl. 16:54
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingólf Friðriksson og Hendrik Daða Jónsson frá utanríkisráðuneytinu og Helgu Jónsdóttur og Vöndu Úlfrúnu Liv Hellsing frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 315. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 17:45
Tillaga um að Bjarni Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 314. mál - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi Kl. 17:45
Tillaga um að Orri Páll Jóhannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 17:46
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:48