24. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. janúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:11
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:11
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir JÞÓ, kl. 09:11
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:11
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir KJak, kl. 09:11
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:11

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

HöskÞ var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
BÁ og RM voru fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 11:39
Dagskrárlið var frestað.

2) 167. mál - náttúruvernd Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Árni Finnsson og Þórhildur Reynisdóttir frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Mörður Árnason, Jón Hjartarson frá Eldvötnum, Kristín Vala Ragnarsdóttir og Þröstur Sverrisson frá Framtíðarlandinu, Orri Vigfússon frá Verndarsjóði villtra laxastofna og Þorvarður Hjaltason og Gunnar Þorgeirsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10