43. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. mars 2014 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:09
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:09
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:09
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:07
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir KJak, kl. 09:09
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:09

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Birgir Ármannsson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Brynhildur Björnsdóttir boðaði fjarveru.

Steingrímur J Sigfússon vék af fundi kl. 11:17.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:57
Fundargerðir 41. og 42. fundar voru samþykktar athugasemdalaust.

2) Staðan í orkumálum. Kl. 10:57 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar mættu Guðni A. Jóhannesson og Kristinn Einarsson frá Orkustofnun. Gestir ræddu nýjan lista virkjanakosta og svöruðu spurningum nefndarmanna. Dagskrárliðurinn var opinn fréttamönnum.

3) Staða samgangna í Vestmannaeyjum. Kl. 11:01
Á fund nefndarinnar mættu Elliði Vignisson frá Vestmannaeyjabæ og svaraði spurningum nefndarmanna um stöðu samgangna frá og til Vestmannaeyja.

4) Önnur mál Kl. 11:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:02