46. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. apríl 2015 kl. 09:15


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:15
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 11:17
Róbert Marshall (RM), kl. 09:15
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:22

Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 11:30.
Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi vegna veikinda barns.
Elín Hirst var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Samþykkt fundargeðar var frestað.

2) 504. mál - farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni Kl. 09:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðmund Börk Thorarensens frá Bifreiðastöð Reykjavíkur - BSR, og Sæmund Sigurlaugsson frá Hreyfli - Bæjarleiðum.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Björn Jón Bragason og Óskar Stefánsson frá Félagi hópferðaleyfishafa og Ástgeir Þorsteinsson, Ólafur Arnar Ólafsson og Helgi Jónsson frá bifreiðastjórafélaginu Frama.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Bjarni Guðmundsson, Gunnar Þorgeirsson, Ásta Stefánsdóttir og Óskar Sigurðsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Páll S. Brynjarsson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Björg Björnsdóttir og Sigrún Blöndal frá Samtökum sveitarfélaga á Austurlandi. Auk þeirra voru Aðalsteinn Óskarsson frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Pétur Þór Jónasson frá Eyþingi á fundinum í gegnum síma.

3) Önnur mál Kl. 11:30
Jón Þór Ólafsson vakti máls á því að áfram yrði unnið með 28. mál - jafnt aðgengi að internetinu, og gerð drög að nefndaráliti.

Fundi slitið kl. 11:35