14. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 09:05


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:54
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:14
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Hjálmar Boga Hafliðason (HBH), kl. 09:05

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason og Karl Björnsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

3) 316. mál - áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa Kl. 09:55
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 3 vikna fresti.

4) 315. mál - breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar Kl. 09:55
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 3 vikna fresti.

5) 32. mál - endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Arnalds frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Unnsteinn Snorri Snorrason frá Landssambandi sauðfjárbænda, Árni Bragason frá Landgræðslunni, Borgþór Magnússon og Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Auður Önnu Magnúsdóttir frá Landvernd. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Ása Þórhildur Þórðardóttir, Elísabet Anna Jónsdóttir og Arnar Freyr Einarsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Björn Helgi Barkason frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:18
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20