18. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. nóvember 2019 kl. 09:04


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

Kolbeinn Óttarsson Proppé var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 10:10.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Frestað.

2) 45. mál - úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Auður Önnu Magnúsdóttir og Magnús Óskarson frá Landvernd, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og Gísli Rúnar Gíslason frá Umhverfisstofnun og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 09:51
Á fund nefndarinnar mættu Árni Hjörleifsson, Pétur Davíðsson og Sigrún Þormar frá Skorradalshreppi. Þau gerðu grein fyrir umsögn hreppsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:21
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:21