36. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. janúar 2020 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ), kl. 09:05
Eydís Blöndal (EyB), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 10:13. Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 11:01. Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 11:10. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:25. Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 11:30.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerðir 34. og 35. fundar samþykktar.

2) Jarðhræringar á Reykjanesi Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar mættu Hrafnkell Gíslason og Þorleifur Jónasson frá Póst- og fjarskiptastofnun, Einar Mathiesen frá Landsvirkjun, Nils Gústavsson frá Landsneti, Jóhann Snorri Sigurbergsson og Guðjón Helgi Eggertsson frá HS Orku, Fannar Jónasson og Atli Geir Júlíusson frá Grindavíkurbæ og Júlíus Jón Jónsson og Egill Sigmundsson frá HS Veitum. Fóru gestir yfir möguleg áhrif jarðhræringanna á innviði á svæðinu og atvinnulíf og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 421. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 10:24
Á fund nefndarinnar mættu Benedikt Smári Ólafsson og Gylfi Ásmundsson frá Bifreiðastöð Oddeyrar, Haraldur Axel Gunnarsson frá Hreyfli Bæjarleiðum, Árni Özur Árnason og Halldór Guðmundsson frá Bifreiðastjórafélaginu Frama, Daníel Orri Einarsson frá Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra, Einar H. Árnason frá Bifreiðastjórafélaginu Fylki og Ingólfur M. Jónsson og Kjartan Valdimarsson frá A-stöðinni. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 58. mál - flóðavarnir á landi Kl. 11:31
Frestað.

5) 59. mál - utanvegaakstur og verndun lands á hálendi Íslands Kl. 11:31
Frestað.

6) 61. mál - innviðauppbygging og markaðssetning hafnarinnar í Þorlákshöfn Kl. 11:31
Frestað.

7) 64. mál - heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld Kl. 11:31
Frestað.

8) 67. mál - millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll Kl. 11:31
Frestað.

9) Önnur mál Kl. 11:33
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:39