58. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, föstudaginn 15. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.

Jón Gunnarsson og Líneik Anna Sævarsdóttir véku af fundi kl. 11:30. Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 11:35.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 773. mál - leigubifreiðar Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu:

kl. 9:00 Kristín Helga Markúsdóttir frá Samgöngustofu

kl. 9:25 Ásdís Ásmundsdóttir frá Bifreiðastöð Oddeyrar, Haraldur Axel Gunnarsson frá Bifreiðastöðinni Hreyfli Bæjarleiðum hf., Karl Karlsson frá Borgarbílastöðinni, Sigtryggur Magnússon frá City Taxi, Daníel Orri Einarsson, Árni Özur Árnason og Snæbjörn Jörgensen frá Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélaginu Frama og Kjartan Valdimarsson og Ingólfur M. Jónsson frá A-stöðinni.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 718. mál - loftslagsmál Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Helga Jónsdóttir og Helga Barðadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 611. mál - náttúruvernd Kl. 11:00
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Bergþór Ólason, form., Ari Trausti Guðmundsson, frsm., Guðjón Brjánsson, Jón Gunnarsson, Karl Gauti Hjaltason, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir og Vilhjálmur Árnason. Björn Leví Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan álitinu.

5) 720. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Ingvarsson og Guðmundur Bjarki Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45