50. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 25. mars 2021 kl. 09:02


Mætt:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:04
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:02

Bergþór Ólason boðaði forföll.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:59
Fundargerðir 48. og 49. fundar voru samþykktar.

2) 505. mál - ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Guðmundur Bjarki Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu Karl Alvarsson og Þorgerður Þráinsdóttir frá Isavia. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:00
Því næst mætti Helgi Lárussin frá Endurvinnslunni. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Hlé frá kl. 10:20 til 10:29.

Að auki mættu Sigurður Örn Bernhöft frá Dista ehf. og Lárus M.K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:00
Loks mætti Árni Davíðsson frá Landssamtökum hjólreiðarmanna. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 613. mál - loftferðir Kl. 10:41
Nefndin ræddi málið.

Hlé á fundi frá kl. 10:54 til 11:00.

4) Önnur mál Kl. 11:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:08