69. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 27. maí 2021 kl. 09:02


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:02
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:20
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) 712. mál - umhverfismat framkvæmda og áætlana Kl. 09:02
Kl. 09:02. Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Magnús Dige Baldursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:38. Á fund nefndarinnar mættu Bergþóra Þorkelsdóttir og Guðmundur Valur Guðmundsson frá Vegagerðinni. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Því næst mættu á fund nefndarinnar Auður Önnu Magnúsdóttir frá Landvernd ásamt Magnúsi Óskarssyni lögmanni og Brynjólfur Jónsson frá Skógræktarfélagi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.
Nefndin samþykkti að Kolbeinn Óttarsson Proppé yrði framsögumaður málsins.

3) 690. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 09:31
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:59