16. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. febrúar 2022 kl. 09:00


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:00
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:00
Lenya Rún Taha Karim (LenK) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll og Bjarni Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 186. mál - loftferðir Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Grétar Finnson frá Samtökum atvinnulífsins, Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Jón Birgi Eiríksson frá Viðskiptaráði.

Þá mættu á fund nefndarinnar Breki Karlsson og Einar Bjarni Einarsson frá Neytendasamtökunum og Stefán Vilbergsson, Bergur Þorri Benjamínsson og Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu um 198. gr. frumvarpsins um stöðvun loftfars vegna ógreiddra gjalda.

3) 45. mál - Sundabraut Kl. 10:06
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann málsins var frestað.

4) 46. mál - kaup á nýrri Breiðafjarðarferju Kl. 10:06
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann málsins var frestað.

5) 185. mál - áhafnir skipa Kl. 10:08
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15