45. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 11. júní 2022 kl. 09:07


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:07
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:07
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:07
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:07
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:07
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:07
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:07
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:07
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:07
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:07
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:07

Ingibjörg Isaksen vék af fundinum kl. 11:35.

Njáll Trausti Friðbertsson og gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Dagskrárlið frestað.

2) 185. mál - áhafnir skipa Kl. 09:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Bjarnason og Árna Sverrisson frá Félagi skipstjórnarmanna og Guðmund Helga Þórarinsson frá Félagi vélstjóra- og málmtæknimanna.

3) 470. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 09:56
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð B. Hjörleifsson og Daníel Orra Einarsson frá Bifreiðastjórafélaginu Frama, Einar H Árnason frá Bifreiðastjórafélaginu Fylki, Kjartan Valdimarsson og Ingólf Möller frá Aðalstöðinni, Sigurjón Þórsson frá Bifreiðastöð Oddeyrar ehf., Gylfa Ásmundsson frá Bílstjórafélagi Akureyrar og Harald Axel Gunnarsson frá Bifreiðastöðinni Hreyfill Bæjarleiðir hf.

Þá mætti Jóhannes Stefánsson frá Viðskiptaráði Íslands á fund nefndarinnar.

4) 186. mál - loftferðir Kl. 11:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ebbu Schram frá Reykjavíkurborg og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Þá mætti Ólafur Kr. Hjörleifsson og Valgerður B. Eggertsdóttir.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu um 159. gr. frumvarpsins.

5) Önnur mál Kl. 12:15
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:26