32. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. febrúar 2023 kl. 09:07


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:07
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:07
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:07
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 09:07
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:07
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:07

Halla Signý Kristjánsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Orri Páll Jóhannsson boðuðu forföll. Bjarni Jónsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

2) Aðgerðir vegna mengunar yfir heilsufarsmörkum Kl. 09:08
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, Írisi Bjargmundsdóttur og Sigurbjörgu Sæmundsdóttur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Sigurbjörg Sæmundsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

3) Fræðsluferð til Bretlands 2023 Kl. 09:51
Nefndin samþykkti að senda forsætisnefnd frásögn af ferðinni með vísan til 2. mgr. 69. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) 390. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:52
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

5) 531. mál - póstþjónusta Kl. 09:54
Nefndin staðfesti þær umsagnarbeiðnir sem sendar voru út dags. 13. febrúar 2023 samkvæmt heimild formanns, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis og fundargerð 3. fundar nefndarinnar.

Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

6) 589. mál - umferðarlög Kl. 09:54
Nefndin staðfesti þær umsagnarbeiðnir sem sendar voru út dags. 13. febrúar 2023 samkvæmt heimild formanns, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis og fundargerð 3. fundar nefndarinnar.

Nefndin samþykkti að Ingibjörg Isaksen yrði framsögumaður málsins.

7) 712. mál - hafnalög Kl. 09:55
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

8) ETS losunarheimildir í flugi Kl. 09:55
Nefndin ræddi málið og samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá forsætisráðuneytinu um þau samskipti sem átt hafa sér stað milli ráðuneytisins og Evrópusambandsins varðandi ETS-losunarheimildir í flugi.

9) Samgöngusáttmálinn, staða framkvæmda og Borgarlína Kl. 10:05
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu og Betri Samgöngum um framkvæmd Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sérstaklega var óskað upplýsinga um hvort frávik hafi orðið á áætlun um framkvæmdir, þ.e. forgangsröðun verkefna og kostnað, miðað við þingsályktun um samgönguáætlun 2020-2024, nr. 40/150.

10) Önnur mál Kl. 10:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:09