5. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. september 2023 kl. 15:10


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 15:10
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 15:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 15:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 15:10
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 15:10
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 15:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:10

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 16:10.
Þórunn Sveinbjarnardóttir boðaði forföll.
Brynhildur Björnsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á 154. löggjafarþingi Kl. 15:12
Á fund nefndarinnar mættu Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Halla Sigrún Sigurðardóttir frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Loftslagsráð, staða mála Kl. 15:56
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Steinunni Fjólu Sigurðardóttur og Höllu Sigrúnu Sigurðardóttur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

4) Flugáhafnir og notkun adhd-lyfja Kl. 16:17
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði B. Eggertsdóttur frá innviðaráðuneyti.

Nefndin ákvað með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá innviðaráðuneyti um túlkun íslenskra flugmálayfirvalda á þeim reglugerðum sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt og varða notkun geðvirkra efna eða áfengis hjá flugáhöfnum og hvort íslenskar flugáhafnir hafi lent í úttekt hjá flugmálayfirvöldum í öðrum ríkjum. Þá var óskað eftir upplýsingum um heilbrigðisskoðanir flugliða og hvort sömu kröfur eru gerðar til flugmanna og annarra meðlima flugáhafna.

5) 182. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 16:45
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann var frestað.

6) 183. mál - skipulagslög Kl. 16:46
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann var frestað.

7) Önnur mál Kl. 16:47
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:48