24. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. desember 2023 kl. 09:12


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:12
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:12
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:12
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT), kl. 09:12
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:12
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:12
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:12
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:12
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:12
Valgerður Árnadóttir (ValÁ), kl. 09:12

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Dagskrárlið frestað.

2) 543. mál - viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Huga Ólafsson, Helgu Jónsdóttur og Daníel Arnar Magnússon frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Nefndin samþykkt með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti um sjálfbært flugvélaeldsneyti og aðgengi að því næstu árin. Þá óskaði nefndin eftir greiningu á áhrifum innleiðingu gerðanna á atvinnurekstur á landsbyggðinni. Auk þess óskaði nefndin eftir upplýsingum um möguleg áhrif þess að ákvæði frumvarpsins taki ekki gildi 1. janúar 2024.

3) 542. mál - lögheimili og aðsetur o.fl. Kl. 10:27
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hólmfríði Bjarnadóttur og Skúla Þór Gunnsteinsson frá innviðaráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25