25. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. desember 2023 kl. 08:35


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 08:35
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 08:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT), kl. 08:35
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 08:35
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 08:35
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 08:35
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:35
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:20
Valgerður Árnadóttir (ValÁ), kl. 08:35

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Dagskrárlið frestað.

2) 542. mál - lögheimili og aðsetur o.fl. Kl. 08:36
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Viðar Matthíasson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Bjarna Ingimarsson frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Finnur Marteinn Sigurðsson og Karen Edda Bergmann Benediktsdóttir frá Þjóðskrá Íslands og Regína Valdimarsdóttir frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, en hún tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndin samþykkti að Ingibjörg Isaksen yrði framsögumaður málsins.

3) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 09:33
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 09:40
Nefndin ræddi starfið fram undan.

Fundi slitið kl. 10:05