30. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Arndís Soffía Sigurðardóttir (ArndS) fyrir AtlG, kl. 10:50
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 10:12
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:12
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:05
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:00
Fundargerðir síðustu funda voru samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 362. mál - fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Björn Geirsson og Hrafnkell Gíslason frá Póst- og fjarskiptastofnun. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 225. mál - náttúruvernd Kl. 10:38
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) 63. mál - náttúruvernd Kl. 10:48
Nefndin afgreiddi málið.
Að áliti meirihluta nefndarinnar standa:
GLG, ÓÞ, ÞBack, RM og ArndS.
ÞSa áheyrnarfulltrúi nefndarinnar er samþykkur áliti þessu.
GLG upplýsti 1.varaformann um atkvæði sitt fyrir fund, sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis sem gefnar voru út til bráðabirgða 4. október 2011.5) 258. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 11:02
Borin var upp sú tillaga að ÞSa yrði framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur var ákveðin 3 vikur.

6) Önnur mál. Kl. 11:06
Fleira var ekki rætt.
GLG var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
MÁ var fjarverandi.
ArndS vék af fundi 10:55.

Fundi slitið kl. 11:06