53. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2012 kl. 09:06


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:06
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:11
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:12
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:06
Róbert Marshall (RM), kl. 09:06
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:06

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:06
Dagskrárlið frestað.

2) 598. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Axel Guðjónsson frá samtökum atvinnulífsins, Bryndís Skúladóttir frá samtökum iðnaðarins, Hreinn Haraldsson, Stefán Erlendsson og Erna Hreinsdóttir frá Vegagerðinni, Hermann Guðjónsson og Sigurður Áss Grétarsson frá Siglingamálastofnun, Gísli Gíslason frá Hafnasambandi Íslands, Gústaf Adolf Skúlasson frá Samorku, Svanfríður Dóra Karlsdóttir og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir frá Umhverfisstofnun. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál. Kl. 11:45
Fleira var ekki rætt.
ÓÞ var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
AtlG og ÁJ voru fjarverandi.
MÁ vék af fundi 9.19.
ÁsmD vék af fundi 9.34.

Fundi slitið kl. 11:46