54. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. maí 2012 kl. 13:04


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 13:04
Atli Gíslason (AtlG), kl. 13:04
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 13:04
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 13:04
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:04
Mörður Árnason (MÁ), kl. 13:04
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 13:25
Róbert Marshall (RM), kl. 13:23
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 13:04

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 13:04
Dagskrárlið frestað.

2) 633. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 13:04
Á fund nefndarinnar komu Dagur B. Eggertsson frá Reykjavíkurborg, Halldór Halldórsson og Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Haraldur Þórarinsson og Arnór Halldórsson frá Landssambandi hestamanna. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 598. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 14:40
Á fund nefndarinnar komu Kristín Lóa Ólafsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Stella Hrönn Jóhannsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Á síma fundi var Þröstur Eysteinsson frá Skógrækt ríkisins. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 372. mál - umhverfisábyrgð Kl. 15:21
Nefndin afgreiddi álit sitt á frumvarpinu.
Að álitinu standa: GLG, ÓÞ, ÞBack, RM og MÁ.

5) Önnur mál. Kl. 15:37
Fleira var ekki rætt.
AtlG vék af fundi 13:50 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 15:37