23. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 09:14


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:14
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:14
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 10:47
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:33
Mörður Árnason (MÁ), kl. 10:13
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:26
Róbert Marshall (RM), kl. 09:21
Þór Saari (ÞSa), kl. 10:26

ÁJ og ÁsmD voru fjarverandi.
ÁI vék af fundi kl. 11:40.
AtlG vék af fundi kl. 11:48.

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:14
Dagskrárlið frestað.

2) 88. mál - efnalög Kl. 09:16
Nefndin fékk á sinn fund Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Matthildi Sveinsdóttur. Þau kynntu sínar umsagnir og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin fékk á sinn fund Sigurbjörgu Sæmundsdóttur og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Þau ræddu viðbrögð ráðuneytis við umsögnum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) EES-mál, reglugerð 181/2011. Kl. 09:58
Nefndin fékk á sinn fund Sigurberg Björnsson og Katrínu Þórðardóttur frá innanríkisráðuneytinu og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneytinu. Gestirnir ræddu stöðu máls og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 179. mál - umferðarlög Kl. 10:23
Nefndin fékk á sinn fund Sigurberg Björnsson og Katrínu Þórðardóttur frá innanríkisráðuneytinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 11:24
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál. Kl. 11:51
Rætt var að fá á fund nefndarinnar fulltrúa til að ræða málefni í byggingastarfsemi og reglur þeirri tengdri.

Fundi slitið kl. 11:52