31. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. febrúar 2015 kl. 09:40


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:40
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:40
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:40
Elín Hirst (ElH), kl. 09:40
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Harald Einarsson (HE), kl. 09:40
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:40

Róbert Marshall og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 10:20, Katrín Júlíusdóttir og Elín Hirst véku af fundi kl. 10:40.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Frumvarp til laga um náttúruvernd. Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Jón Geir Pétursson og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þau fyrir nefndinni vinnu ráðuneytisins við endurskoðun laga um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Formaður gerði hlé á umfjölluninni milli kl. 10:25 og 10:45.

2) 305. mál - raforkulög Kl. 10:26
Nefndin fjallaði um málið.

3) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 10:26
Nefndin fjallaði um málið.

4) 424. mál - loftslagsmál Kl. 10:25
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar.

5) 427. mál - uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 10:25
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar.

6) 511. mál - stjórn vatnamála Kl. 10:25
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar.

7) 512. mál - meðferð elds og varnir gegn gróðureldum Kl. 10:25
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar.

8) Reglugerð ESB nr 181/2011 - jöfnun á réttindum farþega Kl. 11:10
Umfjöllun málsins var frestað.

9) Reglugerð (ESB) nr. 361/2014 um stöðlun skjala sem fylgja fólksflutningum á vegum milli ríkja Kl. 11:10
Umfjöllun málsins var frestað.

10) Tilskipun 2014/47/ESB um vegaskoðun ökutækja Kl. 11:10
Umfjöllun málsins var frestað.

11) Reglugerð (ESB) nr. 901/2014 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 168/2013 er varðar stjórnsýslukröfur fyrir samþykkt og eftirliti ákveðinna ökutækja Kl. 11:10
Umfjöllun málsins var frestað.

12) Tilskipun 2014/52/ESB um breytingu á tilskipun 2011/92/ESB er varðar mat á umhverfisáhrifum tiltekinna framkvæmda Kl. 11:10
Umfjöllun málsins var frestað.

13) Reglugerð (ESB) nr. 3/2014 til viðbótar reglugerð (ESB) nr. 168/2013 er varðar bifhjól Kl. 11:10
Umfjöllun málsins var frestað.

14) Reglugerð (ESB) nr. 911/2014 um fjármögnun aðgerða Siglingaöryggisstofnunar Evrópu Kl. 11:10
Umfjöllun málsins var frestað.

15) Reglugerð (ESB) nr. 1177/2010 um réttindi farþega á sjó og skipgengum vatnaleiðum Kl. 11:10
Umfjöllun málsins var frestað.

16) Reglugerð (ESB) nr. 517/2014 er varðar flúoraðar gróðurhúsalofttegundir Kl. 11:10
Umfjöllun málsins var frestað.

17) Tilskipun 2014/99/ESB er varðar staðla fyrir gufugleypibúnað á eldsneytisstöðvum Kl. 11:10
Umfjöllun málsins var frestað.

18) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10