43. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. mars 2015 kl. 08:50


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:50
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:50
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 08:50
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:45
Elín Hirst (ElH), kl. 08:50
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:55
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Svandís Svavarsdóttir og Róbert Marshall véku af fundi kl. 11:00 vegna þingflokksformannafundar.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:50
Samþykkt fundargerða var frestað.

2) 512. mál - meðferð elds og varnir gegn gróðureldum Kl. 08:50
Á fund nefndarinnar komu Jón Viðar Matthíasson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Ágúst Gylfason og Rögnvaldur Ólafsson frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Þóra Björg Jónsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Trausti Baldursson og Borgþór Magnússon frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

3) Ástand gatnakerfisins. Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Rögnvaldur Gunnarsson og Hreinn Haraldsson frá Vegagerðinni og Ámundi Brynjólfsson og Ólafur Bjarnason frá Reykjavíkurborg. Svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um ástand gatnakerfisins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.

4) 424. mál - loftslagsmál Kl. 11:10
Umfjöllun um málið var frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10