48. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. apríl 2015 kl. 08:45


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:55
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:55
Elín Hirst (ElH), kl. 08:55
Geir Jón Þórisson (GJÞ), kl. 08:55
Róbert Marshall (RM), kl. 08:55
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:55

Svandís Svavarsdóttir og Róbert Marshall véku af fundi kl. 12:00.
Katrín Júlíusdóttir og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Aðgengismál fatlaðra. Kl. 08:55
Nefndin fjallaði um aðgengismál fatlaðra og hugmyndir að eftirliti með því að aðgengi í byggingum sé í samræmi við reglur. Á fund nefndarinnar komu Arnar Helgi Lárusson frá Samtökum endurhæfðra og mænuskaddaðra, Bergur Þorri Benjamínsson frá Sjálfsbjörgu og Guðjón Sigursson og Árný S. Guðjónsdóttir frá MND-félaginu.

2) Samgöngur til Vestmannaeyja - málefni Landeyjahafnar. Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um samgöngumál til Vestmannaeyja og stöðu Landeyjahafnar. Á fund nefndarinnar komu Elliði Vignisson og Páll Marvin frá Vestmannaeyjabæ, Hreinn Haraldsson og Sigurður Áss Grétarsson frá Vegagerðinni og Sigurbergur Björnsson og Friðfinnur Skaftason frá innanríkisráðuneyti.

3) Málefni ISAVIA. Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málefni Isavia og fékk á sinn fund Pál Gunnar Pálsson og Steingrím Ægisson frá Samkeppniseftirlitinu og Björn Óla Hauksson og Karl Alvarsson frá Isavia.

4) Brennisteinsmengun frá Nesjavalla- og Hellisheiðarvirkjunum og áhrif á heilsu fólks. Kl. 12:15
Dagskrárliðnum var frestað.

5) 689. mál - landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 12:15
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 7. maí.

6) 690. mál - efnalög Kl. 12:15
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 7. maí.

7) Önnur mál Kl. 12:15
Jón Þór Ólafsson sendi nefndinni beiðni um að vera tilnefndur framsögumaður 28. máls - jafnt aðgengi að internetinu, og fylgdi póstinum eftir með því að koma stuttlega á fundinn. Beiðnin var ekki tekin fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:00