55. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. maí 2015 kl. 09:10


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:10
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Elínu Hirst (ElH), kl. 09:10
Ingibjörg Óðinsdóttir (IngÓ) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 11:10
Róbert Marshall (RM), kl. 09:22
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 11:35

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 690. mál - efnalög Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Páll Stefánsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Garðabæjar, Jóna Stefánsdóttir og Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins og Björn Rögnvaldsson og Víðir Kristjánsson frá Vinnueftirlitinu.

2) 26. mál - stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Sigrún Ágústsdóttir frá Umhverfisstofnun, Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Hilmar Malmquist frá Náttúruminjasafni Íslands og Eiríkur Bjarnason frá Vegagerðinni.

3) 689. mál - landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Haraldur Sigurðsson og Örn Sigurðsson frá Reykjavíkurborg og Agnar Bragason frá Umhverfisstofnun.

4) 503. mál - farmflutningar á landi Kl. 09:45
Nefndin ræddi málið.

5) 504. mál - farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni Kl. 09:30
Nefndin ræddi málið.

6) 28. mál - jafnt aðgengi að internetinu Kl. 11:35
Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00