65. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. júní 2015 kl. 08:30


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 08:30
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 08:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Birgir Ármannsson, Elín Hirst og Róbert Marshall höfðu boðuð forföll. Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:30
Samþykktum fundargerða var frestað.

2) 770. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018 Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Ásta Þorleifsdóttir og Friðfinnur Skaftason frá innanríkisráðuneyti og Björn Óli Hauksson og Guðný Jökulsdóttir frá Isavia.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Sigurður Arnar Kristmundsson og Róbert Ragnarsson frá Grindavíkurbæ, Berglind Kristinsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson og Gunnar Þórarinsson frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Haraldur Haraldsson og Ingi Tómasson frá Hafnarfjarðarbæ, Kristín B. Árnadóttir frá Snæfellsbæ, Sturla Böðvarsson frá Stykkishólmsbæ og Gunnsteinn Ómarsson, Sveinn Steinarsson og Hjörtur Jónsson frá Sveitarfélaginu Ölfusi.

3) 12 ákvarðanir tengdar tilskipun 2010/75/ESB um losun mengunarefna í iðnaði Kl. 10:10
Umfjöllun málsins var frestað.

4) Framseld reglugerð (ESB) 2015/96 er varðar umhverfisáhrif landbúnaðarökutækja Kl. 10:10
Umfjöllun málsins var frestað.

5) Framseld reglugerð (ESB) 2015/208 til viðbótar reglugerð (ESB) nr. 167/2013 er varðar gerðarviðurkenningu dráttarvéla Kl. 10:10
Umfjöllun málsins var frestað.

6) Reglugerð (ESB) nr. 660/2014 er varðar flutning úrgangs Kl. 10:10
Umfjöllun málsins var frestað.

7) Framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1355/2014 er varðar reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar Kl. 10:10
Umfjöllun málsins var frestað.

8) Reglugerð (ESB) nr. 1322/2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 167/2013 er varðar dráttarvélar Kl. 10:10
Umfjöllun málsins var frestað.

9) Framseld reglugerð (ESB) 2015/208 til viðbótar reglugerð (ESB) nr. 167/2013 er varðar gerðarviðurkenningu dráttarvéla Kl. 10:10
Umfjöllun málsins var frestað.

10) Önnur mál Kl. 10:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:12