49. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. maí 2016 kl. 09:10


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:30
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Elín Hirst (ElH), kl. 09:10
Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Katrín Júlíusdóttir vék af fundi kl. 11:30 og Elín Hirst vék af fundi kl. 11:55.
Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgir Ármannsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 638. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018 Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Þrándur Arnþórsson og Ragnar Róbertsson frá Akstursíþróttasambandi Íslands, Jón Bjartmarz og Páll Heiðar Halldórsson frá ríkislögreglustjóra, Gunnar Geir Gunnarsson og Halla Sigrún Sigurðardóttir frá Samgöngustofu, Árni Jóhannsson frá Samtökum iðnaðarins og Friðrik Friðriksson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þegar framangreindir gestir yfirgáfu fundinn komu á fundinn Gísli Gíslason frá Hafnasambandi Íslands, Róbert Ragnarsson og Kristín María Birgisdóttir frá Grindavíkurbæ og Þorsteinn Björnsson frá Dalvíkurbyggð.

2) Mengun við Mývatn. Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Ólafur A. Jónsson frá Umhverfisstofnun, Ólafur Karl Nielsen frá Náttúrufræðistofnun, Bragi Finnbogason frá Veiðifélagi Laxár og Krákár og Hugi Ólafsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

3) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00