4. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. febrúar 2017
kl. 09:00
Mættir:
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 09:00Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Lilja Sigurðardóttir (LSig), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:30.
Nefndarritari: Steindór Dan Jensen
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.
2) Þingmálaskrá 146. löggjafarþings Kl. 09:00
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir og Ólafur E. Jóhannsson, aðstoðarmenn ráðherra, og Ragnhildur Hjaltadóttir, Sigurbergur Björnsson og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneyti mættu á fund nefndarinnar, gerðu grein fyrir málum frá ráðuneytinu á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir 146. löggjafarþing og svöruðu spurningum nefndarmanna.
4) Kynning á gagnagátt/fundagátt. Kl. 10:35
Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis, mætti á fund nefndarinnar, kynnti fundagátt Alþingis og svaraði spurningum nefndarmanna.
5) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 11:20