22. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. apríl 2017 kl. 13:30


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 13:30
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 13:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 13:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 13:30
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 13:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 13:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 13:30

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi.

Teitur Björn Einarsson vék af fundi kl. 16:00.

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 16:05.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) 333. mál - meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 13:30
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 14:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Dagnýju Jónsdóttur og Höllu S. Sigurðardóttur frá Samgöngustofu, Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Ingilín Kristmannsdóttur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

3) Önnur mál Kl. 17:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:00